Geitungarnir eiga „ábyggilega eftir að koma“ Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 21:10 Útlit er fyrir að færri geitungar séu á sveimi nú en undanfarin ár. Vísir/Getty Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir segir margt geta útskýrt færri geitunga nú en undanfarin ár, en sjálfur man hann ekki eftir því að hafa séð svo fáa geitunga. Það komi þó á óvart hversu fáir þeir eru miðað við hversu gott vorið var, en allt hafi bent til þess að það yrði meira af geitungum og hunangsflugum. „Þetta getur verið eitthvað í náttúrunni. Það hefur komið fyrir að geitungar hafi drepist niður vegna myglu sem hefur myndast í búum hjá þeim. Það er svo margt sem gæti útskýrt þetta,“ sagði Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þó ekki útilokað að geitungarnir komi og telur það raunar líklegt. Hann geti jafnvel tvíeflst ef lífsskilyrði eru góð og geitungabúin ná að verða stór. Þá myndu Íslendingar fara að taka eftir þeim í júlí mánuði, en þá eru þeir meira á ferðinni að hans sögn. Það myndi þó ekki leiða til þess að geitungarnir yrðu sjáanlegir lengur en vanalega. „Það er nú þannig í þessum hring hjá þeim, þá koma þessi karldýr síðast á haustin í búin og frjóvga drottningar næsta árs og það virðist alltaf vera á svipuðum tíma,“ segir Steinar og bætir við að nánast eini tilgangur karldýranna er að fjölga sér. „Þeir verða alltaf hálfvitlausir þegar þeir fara að yfirgefa búin því þá fara þeir að leita í sykur og kók og bjórinn og allt þetta til að byggja upp forða fyrir veturinn. Þá verða þeir árásargjarnari en dagsdaglega,“ útskýrði Steinar. Ólíklegt að fleiri rottur séu á ferli Humlan mætti þó á svæðið á svipuðum tíma og vanalega og segir Steinar Íslendinga mega búast við því að sjá meira af þeim næstu vikur. Það sé þó ekkert til þess að stressa sig á. „Þær eru voðalega góðar og við eigum ekkert að eiga neitt við þær, þær gera ekki neitt nema bara til góðs.“ Aðspurður hvort fleiri rottur séu á ferli nú en áður telur hann svo ekki vera. Fyrir nokkrum árum hafi verið mikið um rottur vegna þess að engar skolphreinsistöðvar voru til staðar en nú sé miklu minna af rottum á höfuðborgarsvæðinu. „En þú verður kannski meira var við rottur núna af því það er mikið á vorin verið að malbika og taka upp af götunum holræsalokin. Þær eiga þá til að kíkja upp og líka það að ungarnir eru orðnir unglingar snemma á vorin og vilja fara út og skoða heiminn. Fólk verður kannski meira vart við það,“ segir Steinar og bætir við að það sé yfirleitt bundið við framkvæmdasvæði.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent