Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2020 20:00 Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli. Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli.
Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira