Lars Olsen var ekki lengi þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg. Hann tók við liðinu í október og nú er hann hættur en hann sagði sjálfur upp satrfinu.
Fyrrum færeyski þjálfarinn sagði upp störfum í morgun en leikmenn liðsins höfðu misst trú á honum í starfi. Þeir ræddu við forráðamenn félagsins í gær og sögðu að þetta gengi ekki mikið lengur.
Þeir hafi ekki haft trú á að þjálfarinn gæti haldið þeim í deildnini og því hafi Lars ákveðið sjálfur að stíga til hliðar en hann vann einungis tvo af þeim þréttan leikjum sem hann stýrði.
Lars var ráðinn í starfið í lok október en áður hafði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hafnað starfinu og hélt áfram að stýra skútunni í Hafnarfirði en Ólafur hafði áður þjálfað Nordsjælland og Randers í Danmörku.
Lars Olsen stopper i EfB med øjeblikkelig virkning efter eget ønske: https://t.co/FCyB1jxgay
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) June 9, 2020
Lars tók við starfinu eins og áður segir í október mánuði þar sem Esbjerg barðist við botninn og þeir eru enn í bullandi fallbaráttu er búið er að skipta upp dönsku deildinni í þrjá riðla. Esbjerg er í fallriðli með tvö 18 stig.
Þeir þurfa að ná Hobro, sem er með 23 stig, ef þeir ætla ekki að fara beint niður en liðin í 3. sæti hvors riðils fara í umspil. Riðlana og stigafjölda liðanna má sjá hér.
Óvíst er hver verður næsti þjálfari Esbjerg en liðið tapaði um helgina 3-1 fyrir OB á útivelli. Aron Elís Þrándarson skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir OB og var valinn í lið umferðarinnar í Danmörku.
Bombe før slutspillet: Esbjerg-træner stopper nu og her. #sldk https://t.co/Su4m8SvkgF
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) June 9, 2020