5 dagar í Pepsi Max: Sautján ár síðan KR vann titilinn eftir að hafa verið spáð honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 12:10 Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum í fyrrahaust og byrjaði þetta tímabil á því að taka við bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/Haraldur Guðjónsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira