Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 19:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43
Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08