Bræðurnir spenntir fyrir bikarslagnum á Álftanesi: „Hver veit nema forsetinn láti sjá sig?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 21:00 Bræðurnir eru spenntir fyrir 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun. vísir/s2s Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi
Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira