Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 11:44 Maðurinn er sagður hafa slasast alvarlega við fallið, sem lögreglan sagði fyrst hafa gerst eftir að hann hrasaði. Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08