7 dagar í Pepsi Max: Silfur-Blikar hafa beðið í áratug eftir gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 10:00 Bikar fagna marki á móti Val í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira