Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 13:30 Harpa Þorsteinsdóttir í úrslitaleik bikarsins 2018 sem varð hennar síðasti leikur þvi hún meiddist illa á hné í honum. Vísir/Vilhelm Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira