Rannsóknarsetri á Laugarvatni lokað eftir að HÍ sagði sig frá samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 07:48 Frá Laugarvatni. Háskóli Íslands Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira