9 dagar í Pepsi Max: Enginn búinn að ná Eiði Smára síðan að hann tók metið 1994 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:00 Úrklippa úr Morgunblaðið 25. maí 1994 eða frá því þegar Eiður Smári Guðjohnsen setti nýtt met og varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann átti ekki það met út árið en setti annað með þegar hann skoraði í næsta leik. Enginn yngri leikmaður hefur skorað í efstu deild á Íslandi. Skjáskot af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 9 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Eiður Smári Guðjohnsen varð yngsti leikmaður í efstu deild á Íslandi þegar hann spilaði með Val í 1. umferðinni 1994. Eiður Smári var þá 15 ára og 250 daga gamall og bætti ársgamalt með Þorbjarnar Atla Sveinssonar um tuttugu daga. Þetta met átti Eiður ekki mjög lengi því seinna þetta sumar varð KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson sá yngsti til að spila í deildinni aðeins 15 ára og 149 daga gamall. Árni Ingi átti metið til ársins 2007 þegar Sigurbergur Elísson tók það af honum. Metið hefur fallið tvisvar eftir það og Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson er nú sá yngsti til að spila í efstu deild en hann var aðeins 14 ára og 330 daga gamall þegar hann spilaði með ÍBV liðinu sumarið 2018. Eiður Smári á aftur á móti ennþá annað aldursmet í efstu deild sem hann setti þremur dögum eftir að hann varð yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Eiður skoraði þá sitt fyrsta mark í efstu deild í 1-1 jafntefli Vals á móti ÍBV á Hásteinsvellinum 26. maí 1994. Eiður Smári Guðjohnsen var því aðeins fimmtán ára og 253 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark. Faðir hans Arnór Guðjohnsen byrjaði líka snemma að skora og það í Vestmannaeyjum. Arnór var 16 ára og 287 daga þegar hann skoraði fyrir Víking á móti ÍBV 13. maí 1978. Markið kom líka á Hásteinsvellinum. Eiður Smári var aftur á móti að slá met sem Hermanns Gunnarsson átti einu sinni en Hermann var bara 16 ára og 196 daga þegar hann skoraði fyrir Val á móti Akureyri 1963. Hermann skoraði tvö mörk í þeim leik og sló aldursmet Rikharðar Jónssonar frá 1946. Undirritaður hélt að Hermann Gunnarsson hefði átt metið allt til ársins 1994 en svo var ekki. Eftir að hafa fengið góða ábendingu kom það í ljós að í millitíðinni eignaðist Víkingurinn Lárus Guðmundsson metið en þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1978. Lárus skoraði þá í 3-3 jafntefli Víkings og FH og bætti met Hermanns um fimm daga. Lárus var þá aðeins 16 ára og 191 dags gamall og var yngsti markaskorarinn í efstu deild karla í næstum því sextán ár. Met Eiðs Smára stendur síðan enn þótt að 26 ára séu liðin. Sá sem komst næst því var Þórarinn Brynjar Kristjánsson sem var 15 ára og 272 daga þegar hann skoraði fyrir Keflavík á móti ÍBV 28. september 1996. Þórarinn skoraði þá með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik og markið var sigurmark sem tryggði Keflavík áframhaldandi sæti í efstu deild. Viktor Unnar Illugason var 16 ára og 115 daga þegar hann skoraði fyrir Breiðablik á móti ÍBV 20. maí 2006, Ingólfur Sigurðsson var 16 ára og 195 daga þegar hann skoraði fyrir KR á móti ÍBV 2009 og Björn Bergmann Sigurðarson var 16 ára og 203 daga þegar hann skoraði fyrir ÍA á móti Val 2007. Björn Bergmann skoraði meira að segja tvö mörk í leiknum. Yngstu markaskorarar í efstu deild karla í fótbolta: (Óstaðfestur listi, gæti vantað einhvern) 15 ára og 253 daga - Eiður Smári Guðjohnsen með Val 1994 15 ára og 272 daga - Þórarinn Brynjar Kristjánsson með Keflavík 1996 16 ára og 115 daga - Viktor Unnar Illugason með Breiðabliki 2006 16 ára og 191 dags - Lárus Guðmundsson með Víkingi 1978 16 ára og 195 daga - Ingólfur Sigurðsson með KR 2009 16 ára og 196 daga - Hermann Gunnarsson með Val 1963 16 ára og 200 daga - Ríkharður Jónsson með ÍA 1946 16 ára og 203 daga - Björn Bergmann Sigurðarson með ÍA 2007 16 ára og 215 daga - Hjörtur Hermannsson með Fylki 2011 16 ára og 273 daga - Valgeir Valgeirsson með HK 2019 16 ára og 287 daga - Arnór Guðjohnsen með Víkingi 1978 16 ára og 288 daga - Daníel Leó Grétarsson með Grindavík 2012 16 ára og 291 daga - Sigurður Jónsson með ÍA 1983 16 ára og 308 daga - Ragnar Margeirsson með Keflavík 1979 16 ára og 313 daga - Aron Elís Þrándarson með Víkingi 2011 16 ára og 344 daga - Heiðar Geir Júlíusson með Fram 2004 16 ára og 352 daga - Pétur Pétursson með ÍA 1976 16 ára og 363 daga - Eyleifur Hafsteinsson með ÍA 1964 16 ára og 363 daga - Sigþór Ómarsson með ÍA 1974 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 9 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Eiður Smári Guðjohnsen varð yngsti leikmaður í efstu deild á Íslandi þegar hann spilaði með Val í 1. umferðinni 1994. Eiður Smári var þá 15 ára og 250 daga gamall og bætti ársgamalt með Þorbjarnar Atla Sveinssonar um tuttugu daga. Þetta met átti Eiður ekki mjög lengi því seinna þetta sumar varð KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson sá yngsti til að spila í deildinni aðeins 15 ára og 149 daga gamall. Árni Ingi átti metið til ársins 2007 þegar Sigurbergur Elísson tók það af honum. Metið hefur fallið tvisvar eftir það og Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson er nú sá yngsti til að spila í efstu deild en hann var aðeins 14 ára og 330 daga gamall þegar hann spilaði með ÍBV liðinu sumarið 2018. Eiður Smári á aftur á móti ennþá annað aldursmet í efstu deild sem hann setti þremur dögum eftir að hann varð yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Eiður skoraði þá sitt fyrsta mark í efstu deild í 1-1 jafntefli Vals á móti ÍBV á Hásteinsvellinum 26. maí 1994. Eiður Smári Guðjohnsen var því aðeins fimmtán ára og 253 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark. Faðir hans Arnór Guðjohnsen byrjaði líka snemma að skora og það í Vestmannaeyjum. Arnór var 16 ára og 287 daga þegar hann skoraði fyrir Víking á móti ÍBV 13. maí 1978. Markið kom líka á Hásteinsvellinum. Eiður Smári var aftur á móti að slá met sem Hermanns Gunnarsson átti einu sinni en Hermann var bara 16 ára og 196 daga þegar hann skoraði fyrir Val á móti Akureyri 1963. Hermann skoraði tvö mörk í þeim leik og sló aldursmet Rikharðar Jónssonar frá 1946. Undirritaður hélt að Hermann Gunnarsson hefði átt metið allt til ársins 1994 en svo var ekki. Eftir að hafa fengið góða ábendingu kom það í ljós að í millitíðinni eignaðist Víkingurinn Lárus Guðmundsson metið en þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1978. Lárus skoraði þá í 3-3 jafntefli Víkings og FH og bætti met Hermanns um fimm daga. Lárus var þá aðeins 16 ára og 191 dags gamall og var yngsti markaskorarinn í efstu deild karla í næstum því sextán ár. Met Eiðs Smára stendur síðan enn þótt að 26 ára séu liðin. Sá sem komst næst því var Þórarinn Brynjar Kristjánsson sem var 15 ára og 272 daga þegar hann skoraði fyrir Keflavík á móti ÍBV 28. september 1996. Þórarinn skoraði þá með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik og markið var sigurmark sem tryggði Keflavík áframhaldandi sæti í efstu deild. Viktor Unnar Illugason var 16 ára og 115 daga þegar hann skoraði fyrir Breiðablik á móti ÍBV 20. maí 2006, Ingólfur Sigurðsson var 16 ára og 195 daga þegar hann skoraði fyrir KR á móti ÍBV 2009 og Björn Bergmann Sigurðarson var 16 ára og 203 daga þegar hann skoraði fyrir ÍA á móti Val 2007. Björn Bergmann skoraði meira að segja tvö mörk í leiknum. Yngstu markaskorarar í efstu deild karla í fótbolta: (Óstaðfestur listi, gæti vantað einhvern) 15 ára og 253 daga - Eiður Smári Guðjohnsen með Val 1994 15 ára og 272 daga - Þórarinn Brynjar Kristjánsson með Keflavík 1996 16 ára og 115 daga - Viktor Unnar Illugason með Breiðabliki 2006 16 ára og 191 dags - Lárus Guðmundsson með Víkingi 1978 16 ára og 195 daga - Ingólfur Sigurðsson með KR 2009 16 ára og 196 daga - Hermann Gunnarsson með Val 1963 16 ára og 200 daga - Ríkharður Jónsson með ÍA 1946 16 ára og 203 daga - Björn Bergmann Sigurðarson með ÍA 2007 16 ára og 215 daga - Hjörtur Hermannsson með Fylki 2011 16 ára og 273 daga - Valgeir Valgeirsson með HK 2019 16 ára og 287 daga - Arnór Guðjohnsen með Víkingi 1978 16 ára og 288 daga - Daníel Leó Grétarsson með Grindavík 2012 16 ára og 291 daga - Sigurður Jónsson með ÍA 1983 16 ára og 308 daga - Ragnar Margeirsson með Keflavík 1979 16 ára og 313 daga - Aron Elís Þrándarson með Víkingi 2011 16 ára og 344 daga - Heiðar Geir Júlíusson með Fram 2004 16 ára og 352 daga - Pétur Pétursson með ÍA 1976 16 ára og 363 daga - Eyleifur Hafsteinsson með ÍA 1964 16 ára og 363 daga - Sigþór Ómarsson með ÍA 1974
Yngstu markaskorarar í efstu deild karla í fótbolta: (Óstaðfestur listi, gæti vantað einhvern) 15 ára og 253 daga - Eiður Smári Guðjohnsen með Val 1994 15 ára og 272 daga - Þórarinn Brynjar Kristjánsson með Keflavík 1996 16 ára og 115 daga - Viktor Unnar Illugason með Breiðabliki 2006 16 ára og 191 dags - Lárus Guðmundsson með Víkingi 1978 16 ára og 195 daga - Ingólfur Sigurðsson með KR 2009 16 ára og 196 daga - Hermann Gunnarsson með Val 1963 16 ára og 200 daga - Ríkharður Jónsson með ÍA 1946 16 ára og 203 daga - Björn Bergmann Sigurðarson með ÍA 2007 16 ára og 215 daga - Hjörtur Hermannsson með Fylki 2011 16 ára og 273 daga - Valgeir Valgeirsson með HK 2019 16 ára og 287 daga - Arnór Guðjohnsen með Víkingi 1978 16 ára og 288 daga - Daníel Leó Grétarsson með Grindavík 2012 16 ára og 291 daga - Sigurður Jónsson með ÍA 1983 16 ára og 308 daga - Ragnar Margeirsson með Keflavík 1979 16 ára og 313 daga - Aron Elís Þrándarson með Víkingi 2011 16 ára og 344 daga - Heiðar Geir Júlíusson með Fram 2004 16 ára og 352 daga - Pétur Pétursson með ÍA 1976 16 ára og 363 daga - Eyleifur Hafsteinsson með ÍA 1964 16 ára og 363 daga - Sigþór Ómarsson með ÍA 1974
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira