„Var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2020 10:29 María Rut og Ingileif gengu í það heilaga árið 2018. mynd/stöð 2 Þær fóru í gegnum framhaldsskóla án þess að koma út úr skápnum í þeirri von um að falla betur inn í hópinn. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fóru af stað með nýtt hlaðvarp á dögunum sem kallast Raunveruleikinn. Þar ræða þær um sjálfsmynd fólks, kvíða og ástina svo eitthvað sé nefnt. Ingileif og María hafa verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks á Íslandi, verið áberandi í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. „Þetta er einhvern veginn miðill sem okkur finnst ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur og við getum verið í flæði og ég held að hlustendum líði svolítið eins og þeir séu hérna með okkur heima í stofu. Hlaðvarpið snýst í raun um raunveruleikann og aðallega um mannlega hegðun og hluti sem sameinar okkur öll,“ segir Ingileif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þarna er verið að skafa ofan af okkur og tilverunni og við höfum svo mikinn áhuga á manneskjunni, þetta spendýr sem er svo merkilegt og skrýtið í senn. Við fórum svolítið að kafa ofan í það hvar gerir manneskjuna að manneskju,“ segir María Rut. Mjög frelsandi Ingileif og María taka fyrir ákveðin málefni í hverjum þætti og fara í gegnum reynslusögur í þeirri von um að geta hjálpað öðrum. Þær ræða meðal annars um ástina, hvernig þær kynntust og hvernig það var fyrir þær að koma út úr skápnum eftir menntaskóla. „Það var rosalega frelsandi. Ég var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus af því að ég hafði aldrei fundið mjög djúpar tilfinningar, allavega ekki mjög djúpar og ekki þessar sem ég fann þegar ég fann Ingileif. Þetta er svolítið eins og að vera alltaf að kyngja samviskubiti eða sjálfum sér. Maður er að kyngja sjálfinu sínu endalaust þegar maður er inni í skápnum. Það læddist alveg snemma að mér sá grunur að ég gæti verið samkynhneigð en ég leyfði mér aldrei að hugsa þá hugsun til enda og leyfði mér ekkert að finna fyrir því fyrr en ég kem út úr skápnum 21 árs,“ segir María. Hjónin eiga saman einn níu mánaða dreng og síðan eignaðist María dreng fyrir 13 árum. Falleg vísitölufjölskylda. mynd/stöð2 „Þegar ég kem út úr skápnum voru aðeins liðin þrjú ár frá því að hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð. Þegar maður sérð það í samfélagsumræðunni og í jafnvel í lögum að fólk megi ekki vera nákvæmlega eins og það vill þá er maður auðvitað ekkert spenntur fyrir því að játa að maður sé öðruvísi, þó svo að við séum í rauninni á því að við séum ekkert öðruvísi og erum eins og hver önnur hjón og eigum bara okkur fjölskyldu eins og hver annar,“ segir Ingileif. „Við eigum börn og gott líf. Það kemur ekkert að sjálfum sér og við höfum alveg unnið fyrir því. Þetta er enginn endanleiki og bara partur af þessari mannlegu flóru og ég hef alltaf sagt að ég held að lífið væri mjög leiðinlegt ef við værum öll eins,“ segir María sem átti einn dreng úr fyrra sambandi. Þær tóku síðan þá ákvörðun að eignast annað barn og gekk Ingileif með það. „Við vorum ótrúlega heppnar með það hvað það gekk vel og heppnaðist í fyrstu tilraun. Þetta er auðvitað eitthvað sem gerist ekki óvart í okkar tilviki. Við eigum alveg ótrúlega vel heppnaðan níu mánaða gamlan strák og eigum síðan þrettán ára strák og erum algjör kjarnafjölskylda,“ segir Ingileif. Fengu óviðeigandi athugasemdir „Það er svolítið öðruvísi að vera 18 ára eða 30 ára í þessu ferli en mér fannst ótrúlega áhugavert að vera aðstandandi einstaklings sem er að ganga með barn hafandi gengið með barn sjálf,“ segir María. „Við fengum alveg athugasemdir í commentakerfi að við værum að svipta barninu einhverju og það ætti ekki pabba, bara tvær mömmur og það væri eitthvað rangt að við værum tvær konur að fara eignast barn. Okkar reynsla í gegnum þetta allt saman er að í rauninni er þetta bara frábært og kannski forskot á meðgöngunni ef eitthvað er,“ segir Ingileif. „Barnauppeldi snýst að einhverju leyti bara um kærleika og ramma og að búa til góð skilyrði og ég held að það sé ekki skilgreint hvers kyn maður er og meira eftir manneskjunum. Það var alveg einhverjum sem fannst þetta alveg ótækt að við ætluðum að gera barninu það að tvær konur væru að eignast það saman,“ segir María en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Þær fóru í gegnum framhaldsskóla án þess að koma út úr skápnum í þeirri von um að falla betur inn í hópinn. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir fóru af stað með nýtt hlaðvarp á dögunum sem kallast Raunveruleikinn. Þar ræða þær um sjálfsmynd fólks, kvíða og ástina svo eitthvað sé nefnt. Ingileif og María hafa verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks á Íslandi, verið áberandi í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. „Þetta er einhvern veginn miðill sem okkur finnst ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur og við getum verið í flæði og ég held að hlustendum líði svolítið eins og þeir séu hérna með okkur heima í stofu. Hlaðvarpið snýst í raun um raunveruleikann og aðallega um mannlega hegðun og hluti sem sameinar okkur öll,“ segir Ingileif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þarna er verið að skafa ofan af okkur og tilverunni og við höfum svo mikinn áhuga á manneskjunni, þetta spendýr sem er svo merkilegt og skrýtið í senn. Við fórum svolítið að kafa ofan í það hvar gerir manneskjuna að manneskju,“ segir María Rut. Mjög frelsandi Ingileif og María taka fyrir ákveðin málefni í hverjum þætti og fara í gegnum reynslusögur í þeirri von um að geta hjálpað öðrum. Þær ræða meðal annars um ástina, hvernig þær kynntust og hvernig það var fyrir þær að koma út úr skápnum eftir menntaskóla. „Það var rosalega frelsandi. Ég var í langan tíma búin telja mér trú um að ég væri tilfinningalaus af því að ég hafði aldrei fundið mjög djúpar tilfinningar, allavega ekki mjög djúpar og ekki þessar sem ég fann þegar ég fann Ingileif. Þetta er svolítið eins og að vera alltaf að kyngja samviskubiti eða sjálfum sér. Maður er að kyngja sjálfinu sínu endalaust þegar maður er inni í skápnum. Það læddist alveg snemma að mér sá grunur að ég gæti verið samkynhneigð en ég leyfði mér aldrei að hugsa þá hugsun til enda og leyfði mér ekkert að finna fyrir því fyrr en ég kem út úr skápnum 21 árs,“ segir María. Hjónin eiga saman einn níu mánaða dreng og síðan eignaðist María dreng fyrir 13 árum. Falleg vísitölufjölskylda. mynd/stöð2 „Þegar ég kem út úr skápnum voru aðeins liðin þrjú ár frá því að hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð. Þegar maður sérð það í samfélagsumræðunni og í jafnvel í lögum að fólk megi ekki vera nákvæmlega eins og það vill þá er maður auðvitað ekkert spenntur fyrir því að játa að maður sé öðruvísi, þó svo að við séum í rauninni á því að við séum ekkert öðruvísi og erum eins og hver önnur hjón og eigum bara okkur fjölskyldu eins og hver annar,“ segir Ingileif. „Við eigum börn og gott líf. Það kemur ekkert að sjálfum sér og við höfum alveg unnið fyrir því. Þetta er enginn endanleiki og bara partur af þessari mannlegu flóru og ég hef alltaf sagt að ég held að lífið væri mjög leiðinlegt ef við værum öll eins,“ segir María sem átti einn dreng úr fyrra sambandi. Þær tóku síðan þá ákvörðun að eignast annað barn og gekk Ingileif með það. „Við vorum ótrúlega heppnar með það hvað það gekk vel og heppnaðist í fyrstu tilraun. Þetta er auðvitað eitthvað sem gerist ekki óvart í okkar tilviki. Við eigum alveg ótrúlega vel heppnaðan níu mánaða gamlan strák og eigum síðan þrettán ára strák og erum algjör kjarnafjölskylda,“ segir Ingileif. Fengu óviðeigandi athugasemdir „Það er svolítið öðruvísi að vera 18 ára eða 30 ára í þessu ferli en mér fannst ótrúlega áhugavert að vera aðstandandi einstaklings sem er að ganga með barn hafandi gengið með barn sjálf,“ segir María. „Við fengum alveg athugasemdir í commentakerfi að við værum að svipta barninu einhverju og það ætti ekki pabba, bara tvær mömmur og það væri eitthvað rangt að við værum tvær konur að fara eignast barn. Okkar reynsla í gegnum þetta allt saman er að í rauninni er þetta bara frábært og kannski forskot á meðgöngunni ef eitthvað er,“ segir Ingileif. „Barnauppeldi snýst að einhverju leyti bara um kærleika og ramma og að búa til góð skilyrði og ég held að það sé ekki skilgreint hvers kyn maður er og meira eftir manneskjunum. Það var alveg einhverjum sem fannst þetta alveg ótækt að við ætluðum að gera barninu það að tvær konur væru að eignast það saman,“ segir María en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira