Leggja sumir af stað til framleiðslulandsins þegar þeir eru kallaðir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 08:23 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/einar Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“ Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“
Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira