Leggja sumir af stað til framleiðslulandsins þegar þeir eru kallaðir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 08:23 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/einar Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“ Tækni Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“
Tækni Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira