Játar að hafa haft samband við Heimi og segist hafa þurft að gera breytingar á þjálfarateyminu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 07:00 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira