Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Stephen Jackson birti þessa mynd af sér og Giönnu, dóttur George Floyd á Instagram síðu sinni en hún er aðeins sex ára gömul. Mynd/Instagram Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020 NBA Dauði George Floyd Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira