Fótboltastjarnan var með níu öðrum í herbergi í herþjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 14:46 Son Heung-Min í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar þar sem hann skoraði tvö mörk og handleggsbrotnaði að auki. EPA-EFE/PETER POWELL Tottenham maðurinn Son Heung-min ætti að mæta í góðu formi til æfinga hjá Tottenham eftir að hafa notað kórónuveiruhléið til að klára þriggja vikna herþjálfun í heimalandi sínu Suður-Kóreu. Son Heung-min stóð sig það vel í herþjálfuninni að hann fékk meðal annars verðlaun fyrir frábæra skottækni sína. Þar erum við að tala um byssuskot en ekki fótboltaskot. Það er ljóst á lýsingu Son Heung-min að hann fékk enga sérmeðferð þrátt fyrir að vera ein frægasti íþróttamaður Suður-Kóreu í dag. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér þessa þrjá mánuði," sagði Son Heung-min í viðltali á heimasíðu Tottenham. Tottenham's Son Heung-min says he enjoyed his 'tough' military service https://t.co/CaQFXV75z8— The Guardian (@guardian) June 3, 2020 Son Heung-min var líka að ná sér eftir handleggsbrot í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar. „Þetta var góð lífsreynsla fyrir mig. Ég má ekki segja frá öllu sem ég gerði en ég naut þessarar lífsreynslu. Þetta voru samt erfiðar þrjár vikur en ég reyndi að njóta þeirra. Ég veit ekki hvernig hinum leið en fyrir mig var þetta góð upplifun þótt hún væri löng," sagði Son Heung-min. „Fyrsta daginn þekkti maður engan og þetta var svolítið furðulegt en svo kynntumst við allir betur. Við eyddum öllum dögum saman og svo vorum við tíu saman í herbergi sem þýddi að við urðum mjög nánir. Við hjálpuðumst allir að," sagði Son. "I've missed the guys. When I came back, I couldn't stop smiling, like always!" Catching up with Sonny to discuss his recovery from injury, military service and returning to action.#THFC #COYS pic.twitter.com/QO87vtWlkZ— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 3, 2020 „Fyrstu tvo dagana þorðu þeir ekkert að tala við mig en í lokin vorum við farnir að grínast í hverjum öðrum og nutum þess að vera saman," sagði Son. Allir karlmenn í Suður-Kóreu þurfa að skila af sér herskyldu fyrir 28 ára afmælið sitt og 28 ára afmælisdagur Son Heung-min í júlí. Að öllu eðlilegu hefði Son Heung-min þurft að missa af einhverjum leikjum með Tottenham til að ljúka herskyldu sinni í tíma en kórónuveirufaraldurinn kom sér vel fyrir hann hvað þetta varðar. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Tottenham maðurinn Son Heung-min ætti að mæta í góðu formi til æfinga hjá Tottenham eftir að hafa notað kórónuveiruhléið til að klára þriggja vikna herþjálfun í heimalandi sínu Suður-Kóreu. Son Heung-min stóð sig það vel í herþjálfuninni að hann fékk meðal annars verðlaun fyrir frábæra skottækni sína. Þar erum við að tala um byssuskot en ekki fótboltaskot. Það er ljóst á lýsingu Son Heung-min að hann fékk enga sérmeðferð þrátt fyrir að vera ein frægasti íþróttamaður Suður-Kóreu í dag. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér þessa þrjá mánuði," sagði Son Heung-min í viðltali á heimasíðu Tottenham. Tottenham's Son Heung-min says he enjoyed his 'tough' military service https://t.co/CaQFXV75z8— The Guardian (@guardian) June 3, 2020 Son Heung-min var líka að ná sér eftir handleggsbrot í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar. „Þetta var góð lífsreynsla fyrir mig. Ég má ekki segja frá öllu sem ég gerði en ég naut þessarar lífsreynslu. Þetta voru samt erfiðar þrjár vikur en ég reyndi að njóta þeirra. Ég veit ekki hvernig hinum leið en fyrir mig var þetta góð upplifun þótt hún væri löng," sagði Son Heung-min. „Fyrsta daginn þekkti maður engan og þetta var svolítið furðulegt en svo kynntumst við allir betur. Við eyddum öllum dögum saman og svo vorum við tíu saman í herbergi sem þýddi að við urðum mjög nánir. Við hjálpuðumst allir að," sagði Son. "I've missed the guys. When I came back, I couldn't stop smiling, like always!" Catching up with Sonny to discuss his recovery from injury, military service and returning to action.#THFC #COYS pic.twitter.com/QO87vtWlkZ— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 3, 2020 „Fyrstu tvo dagana þorðu þeir ekkert að tala við mig en í lokin vorum við farnir að grínast í hverjum öðrum og nutum þess að vera saman," sagði Son. Allir karlmenn í Suður-Kóreu þurfa að skila af sér herskyldu fyrir 28 ára afmælið sitt og 28 ára afmælisdagur Son Heung-min í júlí. Að öllu eðlilegu hefði Son Heung-min þurft að missa af einhverjum leikjum með Tottenham til að ljúka herskyldu sinni í tíma en kórónuveirufaraldurinn kom sér vel fyrir hann hvað þetta varðar.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira