Flugfreyjufélagið og Icelandair funda í dag: „Það er töluvert á milli aðila“ Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 13:16 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01