Leikmenn Chelsea á hnén eins og leikmenn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 15:30 Leikmenn Chelsea á æfingasvæðinu í morgun en þessi mynd er af Twitter síðu Chelsea. Mynd/Twitter Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni láta ekki sitt eftir liggja á þessum umrótatímum þegar samskipti lögreglunnar og svartra í Bandaríkjunum eru enn á ný í brennidepli. Réttindabarátta svartra í Bandaríkjum fær stuðning víða að úr heiminum og þar á meðal af æfingasvæðum ensku félaganna sem eru byrjuð að æfa á fullu eftir kórónuveirustopp. Liverpool liðið vakti athygli í gær þegar þeir fóru allir niður á hnén og minntust George Floyd. Myndin af öllu liðinu sameinuðu að mótmæla meðferðinni á svona táknrænan hátt vakti mikla athygli og liðsmenn Liverpool dreifðu henni á sínum samfélagsmiðlum. Chelsea liðið ákvað að gera það sama í dag en myndin er tekin af liðinu á æfingasvæði félagsins. Leikmenn Liverpool tóku sína mynd á Anfield. Chelsea stars take the knee as Premier League stars lead way on Blackout Tuesdayhttps://t.co/nDGZn4TemV pic.twitter.com/eB27hioYrU— Mirror Football (@MirrorFootball) June 2, 2020 Mikil mótmæli hafa verið í Bandaríkjum undanfarna viku eftir að blökkumaðurinn George Floyd kafnaði og dó eftir hrottalega og miskunnarlausa meðferð hjá hvítum lögreglumönnum sem höfðu handtekið hann. Myndband af þessari „aftöku“ George Floyd var enn ein sönnun þess að mál hvítra lögreglumanna og svartra manna hafi ekki svo mikið breyst frá því að tímum Martin Luther King, Jr. og mannréttindabaráttu svartra á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, birti myndina af öllu Chelsea-liðinu og skrifaði líka undir hana. „Nú er komið nóg. Við erum öll manneskjur. Sameinuð erum við sterkari. #BlackLivesMatter,“ skrifaði Cesar Azpilicueta við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enough is enough. We are all HUMANS. Together we are stronger. #BlackLivesMatter A post shared by César Azpilicueta (@cesarazpi) on Jun 2, 2020 at 4:00am PDT Enski boltinn Dauði George Floyd Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni láta ekki sitt eftir liggja á þessum umrótatímum þegar samskipti lögreglunnar og svartra í Bandaríkjunum eru enn á ný í brennidepli. Réttindabarátta svartra í Bandaríkjum fær stuðning víða að úr heiminum og þar á meðal af æfingasvæðum ensku félaganna sem eru byrjuð að æfa á fullu eftir kórónuveirustopp. Liverpool liðið vakti athygli í gær þegar þeir fóru allir niður á hnén og minntust George Floyd. Myndin af öllu liðinu sameinuðu að mótmæla meðferðinni á svona táknrænan hátt vakti mikla athygli og liðsmenn Liverpool dreifðu henni á sínum samfélagsmiðlum. Chelsea liðið ákvað að gera það sama í dag en myndin er tekin af liðinu á æfingasvæði félagsins. Leikmenn Liverpool tóku sína mynd á Anfield. Chelsea stars take the knee as Premier League stars lead way on Blackout Tuesdayhttps://t.co/nDGZn4TemV pic.twitter.com/eB27hioYrU— Mirror Football (@MirrorFootball) June 2, 2020 Mikil mótmæli hafa verið í Bandaríkjum undanfarna viku eftir að blökkumaðurinn George Floyd kafnaði og dó eftir hrottalega og miskunnarlausa meðferð hjá hvítum lögreglumönnum sem höfðu handtekið hann. Myndband af þessari „aftöku“ George Floyd var enn ein sönnun þess að mál hvítra lögreglumanna og svartra manna hafi ekki svo mikið breyst frá því að tímum Martin Luther King, Jr. og mannréttindabaráttu svartra á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, birti myndina af öllu Chelsea-liðinu og skrifaði líka undir hana. „Nú er komið nóg. Við erum öll manneskjur. Sameinuð erum við sterkari. #BlackLivesMatter,“ skrifaði Cesar Azpilicueta við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enough is enough. We are all HUMANS. Together we are stronger. #BlackLivesMatter A post shared by César Azpilicueta (@cesarazpi) on Jun 2, 2020 at 4:00am PDT
Enski boltinn Dauði George Floyd Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Sjá meira