Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2020 06:46 Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum eru ósammála hugmyndum forsetans um að herinn eigi að hafa aðkomu að viðbrögðum við mótmælunum. Chip Somodevilla/Getty Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa þegar slegið út af borðinu þá hugmynd Trump Bandaríkjaforseta að hermenn verði sendir út á götur borga til að kveða niður mótmælaölduna í landinu en þar hefur nú verið mótmælt í sjö daga í röð. Þjóðvarðliðið, flokkar sjálfboðaliða, hafa þegar verið sendir á vettvang en öðru máli þykir gegna um atvinnuhermenn, sem Trump hótaði í gær að yrði beitt gegn mótmælendunum. Það er enda í bága við bandarísk lög að beita hermönnum á bandarískri grund, nema með sérstakri lagasetningu og hefur slíkum úrræðum örsjaldan verið beitt í sögu landsins. Ríkisstjórarnir sem hafa mótmælt hugmynd forsetans eru allir úr röðum Demókrata og segir J.B Pristzker, ríkisstjóri í Illinois til að mynda, að hann efist um að forsetinn hafi vald til að senda herinn inn í ríkið. Hann sakar Trump einnig um að hella olíu á eldinn með tali um beitingu hersins, í stað þess að reyna að lægja öldurnar. Þá hefur Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagt að ríkið eigi þess kost að nýta sér 13 þúsund þjóðvarðliða, hvenær sem þurfa þyki. Hann vill ekki notast við bandaríska herinn, eins og Trump hefur talað um. „Ég segi takk, en nei takk,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cuomo. Mótmæli næturinnar hafa haldið áfram víðast hvar en útgöngubann er í gildi í fjörutíu borgum í næstum öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í St. Louis eru fjórir lögreglumenn særðir eftir að hafa orðið fyrir skotum, en ekki er talið að þeir séu í lífshættu og í Buffalo í New York ríki slösuðust tveir lögreglumenn þegar ekið var á þá.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26 Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00
Trump ávarpar þjóðina eftir mótmæli helgarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu frá Rósagarði Hvíta hússins. 1. júní 2020 22:26
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18