Forstjóri Southwest býst við að MAX fljúgi á fjórða ársfjórðungi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2020 07:52 Southwest er það flugfélag heims sem pantað hafði flestar og komið var með flestar Boeing 737 MAX-þotur í notkun þegar þær voru kyrrsettar fyrir nærri fimmtán mánuðum. Mynd/Southwest Airlines. Forstjóri Southwest Airlines, stærsta lággjaldaflugfélags heims, býst við að Boeing 737 MAX-þoturnar verði aftur komnar í farþegaflug á síðasta fjórðungi þessa árs. Forstjórinn, Gary C. Kelly, sem jafnframt er stjórnarformaður, lýsti þessu yfir á aðalfundi félagsins á dögunum. „Vinnan við að koma MAX-vélinni aftur í þjónustu heldur áfram og við erum vongóð um að hún verði farin að fljúga á fjórða ársfjórðungi,“ sagði forstjórinn jafnframt í myndskilaboðum sem hann sendi frá sér á föstudag. „Þetta er frábær flugvél. Hún er sú hagkvæmasta þegar horft er til eldsneytiseyðslu og viðhaldskostnaðar og veitir viðskiptavinum okkar frábæra upplifun,“ sagði Gary Kelly, sem er einn áhrifamesti maður fluggeirans vestanhafs en Southwest er það félag sem flytur flesta farþega í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Forstjóri Southwest Airlines, Gary Kelly, í fyrsta MAX-flugi félagsins í október 2017.Mynd/Southwest. Southwest Airlines, sem er með höfuðstöðvar í Dallas í Texas, á mest allra flugfélaga undir því að MAX-þoturnar fljúgi á ný. Það hefur bæði pantað flestar MAX-þotur, eða 280 eintök, og er einnig það félag sem komið var með flestar slíkar í rekstur, eða 34, þegar þær voru kyrrsettar í marsmánuði í fyrra, eftir tvö flugslys, sem kostuðu 346 manns lífið. Southwest hefur líkt og Icelandair samið um og fengið greiddar skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. Þannig fékk félagið 300 milljónir dollara frá Boeing á fyrsta fjórðungi þessa árs. Southwest rekur raunar eingöngu Boeing 737-þotur og telur floti félagsins alls um 750 slíkar vélar, flestar af undirgerðunum 737-700 og 737-800. Það var með fyrstu flugfélögum heims til að taka Boeing 737 MAX í notkun haustið 2017. Boeing-fyrirtækið staðfesti í vikunni að það hefði hafið framleiðslu MAX-vélanna á ný, eftir tímabundna stöðvun frá því í janúar, þrátt fyrir miklar afpantanir og fjöldauppsagnir starfsfólks. Icelandair ferjaði flestar MAX-þotur sínar til geymslu á Spáni síðastliðið haust, en sagt var frá fyrsta ferjufluginu í þessari frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Boeing Fréttir af flugi Icelandair Bandaríkin Tengdar fréttir Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forstjóri Southwest Airlines, stærsta lággjaldaflugfélags heims, býst við að Boeing 737 MAX-þoturnar verði aftur komnar í farþegaflug á síðasta fjórðungi þessa árs. Forstjórinn, Gary C. Kelly, sem jafnframt er stjórnarformaður, lýsti þessu yfir á aðalfundi félagsins á dögunum. „Vinnan við að koma MAX-vélinni aftur í þjónustu heldur áfram og við erum vongóð um að hún verði farin að fljúga á fjórða ársfjórðungi,“ sagði forstjórinn jafnframt í myndskilaboðum sem hann sendi frá sér á föstudag. „Þetta er frábær flugvél. Hún er sú hagkvæmasta þegar horft er til eldsneytiseyðslu og viðhaldskostnaðar og veitir viðskiptavinum okkar frábæra upplifun,“ sagði Gary Kelly, sem er einn áhrifamesti maður fluggeirans vestanhafs en Southwest er það félag sem flytur flesta farþega í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Forstjóri Southwest Airlines, Gary Kelly, í fyrsta MAX-flugi félagsins í október 2017.Mynd/Southwest. Southwest Airlines, sem er með höfuðstöðvar í Dallas í Texas, á mest allra flugfélaga undir því að MAX-þoturnar fljúgi á ný. Það hefur bæði pantað flestar MAX-þotur, eða 280 eintök, og er einnig það félag sem komið var með flestar slíkar í rekstur, eða 34, þegar þær voru kyrrsettar í marsmánuði í fyrra, eftir tvö flugslys, sem kostuðu 346 manns lífið. Southwest hefur líkt og Icelandair samið um og fengið greiddar skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. Þannig fékk félagið 300 milljónir dollara frá Boeing á fyrsta fjórðungi þessa árs. Southwest rekur raunar eingöngu Boeing 737-þotur og telur floti félagsins alls um 750 slíkar vélar, flestar af undirgerðunum 737-700 og 737-800. Það var með fyrstu flugfélögum heims til að taka Boeing 737 MAX í notkun haustið 2017. Boeing-fyrirtækið staðfesti í vikunni að það hefði hafið framleiðslu MAX-vélanna á ný, eftir tímabundna stöðvun frá því í janúar, þrátt fyrir miklar afpantanir og fjöldauppsagnir starfsfólks. Icelandair ferjaði flestar MAX-þotur sínar til geymslu á Spáni síðastliðið haust, en sagt var frá fyrsta ferjufluginu í þessari frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Bandaríkin Tengdar fréttir Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39