Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:01 Svandís segir mikla gæfu að sóttvarnalæknir Íslands sé réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum og ráðleggingum. Vísir/Vilhelm „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00