Leverkusen komst í kvöld upp fyrir RB Leipzig og Borussia Mönchengladbach í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 1-0 útisigri á Freiburg sem er í 8. sæti.
Kai Havertz skoraði eina mark leiksins, á 54. mínútu, og hefur þar með skorað ellefu mörk í deildinni á þessari leiktíð.
Kai Havertz is the first player to score 35 Bundesliga goals before his 21st birthday in the competition s history.
— Squawka Football (@Squawka) May 29, 2020
Das Wunderkind. pic.twitter.com/JufFMnjUiB
Þetta var fyrsti leikurinn í 29. umferð sem leikin verður nú um helgina. Bayern München er efst með 64 stig, Dortmund er með 57, Leverkusen 56, Leipzig 55, Mönchengladbach 53 og Wolfsburg í 6. sæti með 42 stig. Fjögur efstu liðin ættu að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.