Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. maí 2020 07:00 Arnarfjörður hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Tómasi Guðbjartssyni og fjölskyldu. Hér er hann ásamt eiginkonu og dóttur við Dynjanda sem var á sterum vegna leysinga. Mynd/Tómas Guðbjartsson „Ég hef verið svo lánsamur í lífinu að fá að ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum,“ segir Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir. Hann er mikill útivistarmaður og náttúruunnandi en að hans mati er Arnarfjörður ein af fallegustu perlum landsins. Siglt að Tjaldanessfjöllum á Arnarfirði.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Foreldrar mínir voru dugleg að ferðast með okkur systkinin innanlands, enda pabbi jarðfræðingur. Eldskírnina fékk ég þó upp úr tvítugu þegar ég fékk sumarstarf sem fjallaleiðsögumaður meðfram læknanámi. Þetta voru aðallega útlendingar sem ég var að þvælast með og sérhæfði ég mig í gönguferðum á Kverkfjöll og Herðubreið; hvort tveggja staðir sem skipa sérstakan sess í hjarta mínu.“ A leið upp Tjaldanesfjöll. Eiginkona og dóttir Tómasar að stíga út fyrir boxið.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Fjallstoppar í sunnanverðum Vatnajökli eru einnig í miklu uppáhaldi líkt og Lónsöræfi, Snæfellsnesið og Torfajökulssvæðið með Grænhrygg. Með árunum hefur áhugi minn á Vestfjörðum aukist jafnt og þétt. Ég man upp á dag þegar ég steig fyrst á Hornstrandir 24 ára gamall. Þangað hef ég komið margsinnis síðan og alltaf jafn heillaður, jafnt í sumargönguferðum með allt á bakinu og vetrarfjallaskíðaferðum. Sömuleiðis urðu straumhvörf í lífi mínu þegar ég kom fyrst á Strandir í Árnessýslu og sá fossana upp af Ófeigsfjarðarheiði. Ég varð svo bergnuminn af þessum óþekktu fossum að upp úr fimmtugu fór ég að berjast af krafti fyrir lífi þeirra og forða þeim frá fallöxi Hvalárvirkjunar.“ Horft í vestur af Hvestugnúp yfir Hvestudal sem er einn í röð margra Ketildala við sunnanverðan Arnarfjörð. Í forgrunni er burnirót sem fellur svo vel við blágrænan sjóinn og hvítan sandinn.Mynd/Tómas Guðbjartsson Tómas segir að náttúruperlurnar sé samt ekki aðeins að finna á norðanverðum Vestfjörðum. „Nægir þar að nefna Rauðasand og fossinn Dynjanda við botn Arnarfjarðar. Sá foss á í mér hvert bein og ég hugsa oft til þess að áður vildu menn virkja hann. En það er ekki bara fossinn sjálfur sem er svo heillandi heldur umhverfið allt og þá sérstaklega fjörðurinn Arnarfjörður sem myndar umgjörðina. Ég líki Arnarfirði stundum við konfektkassa þar sem Dynjandi er molinn sem flestir þekkja og hafa bragðað á, en síðan eru gullmolar sem margir hafa hvorki heyrt um né bragðað á. Ég er ekki alveg hlutlaus því faðir minn Guðbjartur Kristófersson er fæddur i Ketildölum við sunnanverðan Arnarfjörð.“ Miðnæturstemmning í Hringsdal í Ketildölum. Frændur Tómasar búa þar enn og stunda meðal annars fjárbúskap. „Ketildalir eru einstakir enda snarbrattir en stuttir. Ystur þeirra er Selárdalur en þar bjó Gísli frá Uppsölum sem Ómar Ragnarsson gerði ódauðlegan í Stikluþáttum sínum á RÚV. Í Selárdal er einnig safn listamannsins með barnshjartað, Samúels Jónssonar, sem er einstaklega gaman að heimsækja, ekki síst fyrir börn. Úr Selárdal er tilvalið að ganga út í Verdali þar sem eru gamlar verbúðir við klettótta strönd sem brimið brýtur á. Á leiðinni út í Selárdal er eyðibýlið Austmannsdalur, en á fjalli ofan þess er frábært útsýni yfir Ketildalina en einnig yfir að Lokinhömrum og Tjaldanesfjöllum norðan í firðinum.“ Miðnætursólin er óvíða fallegri en við Arnarfjörð, ekki síst þegar hún nálgast Lokinhamra sem eru til hægri á myndinni.Mynd/Tómas Guðbjartsson Tómas segir að eitt helsta einkenni Ketildala, sé hvítur fjörusandurinn sem víða er skreyttur biksvörtum svörtum steinum og grænu þangi. „Í björgunum eru gargandi sjófuglar en niðri í dölunum vaðfuglar sem keppa við þá um athyglina. Á kvöldin heyrist síðan í rebba og oft sjást hvalir synda í vöðum í firðinum. Hvergi finnst mér betra að liggja í tjaldi en þarna og tel ég tjaldnæturnar í hundruðum en ekki tugum, og eru sumar þeirra jafnvel að vetri til. Á leiðinni til baka úr Ketildölum er tilvalið að kíkja á Bíldudal en þar er lognið víðfrægt. Þaðan er tilvalið að halda Trostansfjörð sem gengur inn af Arnarfirði. Þar eru fallegir fossar og fallegur birkiskógur. Á leiðinni þangað er ekið um Reykjafjörð en í botni hans er sundlaug sem ávallt er opin og enn heitari náttúrulaug skammt frá. Á fallegu kvöldi má úr lauginni fylgjast með miðnætursólinni um leið og maður skolar af sér ferðarykið. Upp af Trostansfirði er síðan tilkomumikill fjallgarður, Hornatær, sem gaman er að ganga á eins og útsýnisfjallið Lómfell skammt frá. Þar á Hrafna-Flóki að hafa gefið Íslandi nafn í fýlukasti þegar hann sá Arnarfjörð fullan af ísjökum.“ Skíðað niður í Tjaldanesdal. Arnarfjörður í baksýn. Þetta er eitt mergjaðasta fjallaskíðasvæði landsins en nánast óþekkt sem slíkt. Brekkurnar eru þó brattar og aðeins fyrir reynda fjallaskíðamenn og konur.Mynd/Guðbjörg Tómasdóttir „Norður af Lómfelli er fossinn Dynjandi og vestur af honum Hrafnseyri þar sem Jón Sigurðsson forseti fæddist. Þarna tekur við jeppavegur meðfram norðanverðum Arnarfirði og nær að hinum mergjuðu Lokinhömrum. Þaðan má síðan keyra snarbrattan Kjaransveg að Þingeyri í Dýrafirði sem ekki er fyrir lofthrædda en er einstök upplifun. Á kafla liggur Lokinhamravegurinn í klettóttri fjöru og verður því að sæta sjávarföllum - sem aðeins eykur á stemmninguna. Ekki er langt síðan þarna var búið á tveimur bæjum og voru þeir þá með einangruðustu býlum á Íslandi.“ Tjaldað um hávetur undir rótum Nónhorns í Hvestudal.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Á leiðinni út að Lokinhömrum eru Tjaldanesfjöllin en persónulega finnast mér þau einn helsti gullmolinn við Arnarfjörð. Þau eru oft með réttu kölluð Vestfirsku Alparnir, enda líkjast þau þyrpingu af indíánatjdöldum. Það er erfitt að klífa þau og auðveldast snemma vors þegar brattar hlíðarnar eru þaktar snjó og snjóflóðahætta óveruleg. Þetta eru fantagóðar fjallaskíðabrekkur en krefjandi og má komast að rótum þeirra með því að ganga inn Tjaldanesdal. Í þann dal er einnig gaman að ganga að sumri til, enda fjöll á alla kanta og stríðar ár sem renna eftir dalbotninum. Aðeins vestar er hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur, 998 metra hátt en með því að standa á vörðu efst og teygja úr sér er hægt að ná 1000 metra hæð! Þetta er tiltölulega einföld ganga upp úr Fossdal en með því að aka torfæruslóða upp eftir honum má stytta gönguna verulega.“ Tjaldanesfjöllin líkjast indíánatjöldum eins og sést á þessari næturmynd.Mynd/ Sandra Dögg Jónsdóttir. Tómas skrifar reglulega skoðanapistla á Vísi, sem má finna HÉR. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Tengdar fréttir Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið
„Ég hef verið svo lánsamur í lífinu að fá að ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum,“ segir Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir. Hann er mikill útivistarmaður og náttúruunnandi en að hans mati er Arnarfjörður ein af fallegustu perlum landsins. Siglt að Tjaldanessfjöllum á Arnarfirði.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Foreldrar mínir voru dugleg að ferðast með okkur systkinin innanlands, enda pabbi jarðfræðingur. Eldskírnina fékk ég þó upp úr tvítugu þegar ég fékk sumarstarf sem fjallaleiðsögumaður meðfram læknanámi. Þetta voru aðallega útlendingar sem ég var að þvælast með og sérhæfði ég mig í gönguferðum á Kverkfjöll og Herðubreið; hvort tveggja staðir sem skipa sérstakan sess í hjarta mínu.“ A leið upp Tjaldanesfjöll. Eiginkona og dóttir Tómasar að stíga út fyrir boxið.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Fjallstoppar í sunnanverðum Vatnajökli eru einnig í miklu uppáhaldi líkt og Lónsöræfi, Snæfellsnesið og Torfajökulssvæðið með Grænhrygg. Með árunum hefur áhugi minn á Vestfjörðum aukist jafnt og þétt. Ég man upp á dag þegar ég steig fyrst á Hornstrandir 24 ára gamall. Þangað hef ég komið margsinnis síðan og alltaf jafn heillaður, jafnt í sumargönguferðum með allt á bakinu og vetrarfjallaskíðaferðum. Sömuleiðis urðu straumhvörf í lífi mínu þegar ég kom fyrst á Strandir í Árnessýslu og sá fossana upp af Ófeigsfjarðarheiði. Ég varð svo bergnuminn af þessum óþekktu fossum að upp úr fimmtugu fór ég að berjast af krafti fyrir lífi þeirra og forða þeim frá fallöxi Hvalárvirkjunar.“ Horft í vestur af Hvestugnúp yfir Hvestudal sem er einn í röð margra Ketildala við sunnanverðan Arnarfjörð. Í forgrunni er burnirót sem fellur svo vel við blágrænan sjóinn og hvítan sandinn.Mynd/Tómas Guðbjartsson Tómas segir að náttúruperlurnar sé samt ekki aðeins að finna á norðanverðum Vestfjörðum. „Nægir þar að nefna Rauðasand og fossinn Dynjanda við botn Arnarfjarðar. Sá foss á í mér hvert bein og ég hugsa oft til þess að áður vildu menn virkja hann. En það er ekki bara fossinn sjálfur sem er svo heillandi heldur umhverfið allt og þá sérstaklega fjörðurinn Arnarfjörður sem myndar umgjörðina. Ég líki Arnarfirði stundum við konfektkassa þar sem Dynjandi er molinn sem flestir þekkja og hafa bragðað á, en síðan eru gullmolar sem margir hafa hvorki heyrt um né bragðað á. Ég er ekki alveg hlutlaus því faðir minn Guðbjartur Kristófersson er fæddur i Ketildölum við sunnanverðan Arnarfjörð.“ Miðnæturstemmning í Hringsdal í Ketildölum. Frændur Tómasar búa þar enn og stunda meðal annars fjárbúskap. „Ketildalir eru einstakir enda snarbrattir en stuttir. Ystur þeirra er Selárdalur en þar bjó Gísli frá Uppsölum sem Ómar Ragnarsson gerði ódauðlegan í Stikluþáttum sínum á RÚV. Í Selárdal er einnig safn listamannsins með barnshjartað, Samúels Jónssonar, sem er einstaklega gaman að heimsækja, ekki síst fyrir börn. Úr Selárdal er tilvalið að ganga út í Verdali þar sem eru gamlar verbúðir við klettótta strönd sem brimið brýtur á. Á leiðinni út í Selárdal er eyðibýlið Austmannsdalur, en á fjalli ofan þess er frábært útsýni yfir Ketildalina en einnig yfir að Lokinhömrum og Tjaldanesfjöllum norðan í firðinum.“ Miðnætursólin er óvíða fallegri en við Arnarfjörð, ekki síst þegar hún nálgast Lokinhamra sem eru til hægri á myndinni.Mynd/Tómas Guðbjartsson Tómas segir að eitt helsta einkenni Ketildala, sé hvítur fjörusandurinn sem víða er skreyttur biksvörtum svörtum steinum og grænu þangi. „Í björgunum eru gargandi sjófuglar en niðri í dölunum vaðfuglar sem keppa við þá um athyglina. Á kvöldin heyrist síðan í rebba og oft sjást hvalir synda í vöðum í firðinum. Hvergi finnst mér betra að liggja í tjaldi en þarna og tel ég tjaldnæturnar í hundruðum en ekki tugum, og eru sumar þeirra jafnvel að vetri til. Á leiðinni til baka úr Ketildölum er tilvalið að kíkja á Bíldudal en þar er lognið víðfrægt. Þaðan er tilvalið að halda Trostansfjörð sem gengur inn af Arnarfirði. Þar eru fallegir fossar og fallegur birkiskógur. Á leiðinni þangað er ekið um Reykjafjörð en í botni hans er sundlaug sem ávallt er opin og enn heitari náttúrulaug skammt frá. Á fallegu kvöldi má úr lauginni fylgjast með miðnætursólinni um leið og maður skolar af sér ferðarykið. Upp af Trostansfirði er síðan tilkomumikill fjallgarður, Hornatær, sem gaman er að ganga á eins og útsýnisfjallið Lómfell skammt frá. Þar á Hrafna-Flóki að hafa gefið Íslandi nafn í fýlukasti þegar hann sá Arnarfjörð fullan af ísjökum.“ Skíðað niður í Tjaldanesdal. Arnarfjörður í baksýn. Þetta er eitt mergjaðasta fjallaskíðasvæði landsins en nánast óþekkt sem slíkt. Brekkurnar eru þó brattar og aðeins fyrir reynda fjallaskíðamenn og konur.Mynd/Guðbjörg Tómasdóttir „Norður af Lómfelli er fossinn Dynjandi og vestur af honum Hrafnseyri þar sem Jón Sigurðsson forseti fæddist. Þarna tekur við jeppavegur meðfram norðanverðum Arnarfirði og nær að hinum mergjuðu Lokinhömrum. Þaðan má síðan keyra snarbrattan Kjaransveg að Þingeyri í Dýrafirði sem ekki er fyrir lofthrædda en er einstök upplifun. Á kafla liggur Lokinhamravegurinn í klettóttri fjöru og verður því að sæta sjávarföllum - sem aðeins eykur á stemmninguna. Ekki er langt síðan þarna var búið á tveimur bæjum og voru þeir þá með einangruðustu býlum á Íslandi.“ Tjaldað um hávetur undir rótum Nónhorns í Hvestudal.Mynd/Tómas Guðbjartsson „Á leiðinni út að Lokinhömrum eru Tjaldanesfjöllin en persónulega finnast mér þau einn helsti gullmolinn við Arnarfjörð. Þau eru oft með réttu kölluð Vestfirsku Alparnir, enda líkjast þau þyrpingu af indíánatjdöldum. Það er erfitt að klífa þau og auðveldast snemma vors þegar brattar hlíðarnar eru þaktar snjó og snjóflóðahætta óveruleg. Þetta eru fantagóðar fjallaskíðabrekkur en krefjandi og má komast að rótum þeirra með því að ganga inn Tjaldanesdal. Í þann dal er einnig gaman að ganga að sumri til, enda fjöll á alla kanta og stríðar ár sem renna eftir dalbotninum. Aðeins vestar er hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur, 998 metra hátt en með því að standa á vörðu efst og teygja úr sér er hægt að ná 1000 metra hæð! Þetta er tiltölulega einföld ganga upp úr Fossdal en með því að aka torfæruslóða upp eftir honum má stytta gönguna verulega.“ Tjaldanesfjöllin líkjast indíánatjöldum eins og sést á þessari næturmynd.Mynd/ Sandra Dögg Jónsdóttir. Tómas skrifar reglulega skoðanapistla á Vísi, sem má finna HÉR. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Tengdar fréttir Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00 Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið
Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00
Perlur Íslands: Gönguleiðirnar hver annarri fallegri Kolbrún Pálína Helgadóttir ferðast mikið innanlands og segir að sjórinn hafi mikið aðdráttarafl. 24. maí 2020 22:00
Perlur Íslands: „Íslensk fegurð hvert sem augað leiðir þig“ Frumkvöðullinn Elísabet Gunnars á erfitt með að velja sinn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. heimsækir Fnjóskadal á hverju ári með fjölskyldunni. 22. maí 2020 12:00