Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. Handtakan átti sér stað í beinni útsendingu, þrátt fyrir að Jimenez tilkynnti lögregluþjónum að hann væri fréttamaður. Þrír aðrir starfsmenn CNN voru einnig færðir í handjárn.
Mótmælendur kveiktu í lögreglustöð í borginni í nótt en hún hafði áður verið yfirgefin. Eldur var einnig borinn að öðrum byggingum á svæðinu.
Fjöldi lögregluþjóna kom svo á vettvang í morgun, auk slökkviliðs, og hefur komið til átaka milli lögregluþjóna og mótmælenda.
Handtöku Jimenez má sjá hér að neðan.
Minnesota police arrest CNN reporter and camera crew as they report from protests in Minneapolis https://t.co/oZdqBti776 pic.twitter.com/3QbeTjD5ed
— CNN (@CNN) May 29, 2020
Mótmælendur hafa fjölmennt á götum Minneapolis, og annars staðar í Bandaríkjunum, vegna dauða George Floyd.
Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki.
Fjórir lögregluþjónar hafa verið reknir vegna málsins.
A CNN reporter & his production team were arrested this morning in Minneapolis for doing their jobs, despite identifying themselves - a clear violation of their First Amendment rights. The authorities in Minnesota, incl. the Governor, must release the 3 CNN employees immediately.
— CNN Communications (@CNNPR) May 29, 2020