15 dagar í Pepsi Max: Tryggvi skoraði átta mörk á 24 dögum og jafnaði metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:00 Tryggvi Guðmundsson og félagar sjást hér fagna Íslandsmeistaratitlinum í opnu DV en þessi úrklippa er úr mánudagsblaðinu 22. september 1997. Skjáskot af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira