Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot? Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 20:00 Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel „Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki