Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:00 Margrét Lára Viðarsdóttir bætti Íslandsmeistaratitli í safnið síðasta haust en mun nú fjalla um fótbolta kvenna í Pepsi Max-mörkunum. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu í hverri viku á Stöð 2 Sport í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. „Ég er súpersátt með liðið,“ sagði Helena í Sportinu í dag þegar hún upplýsti hverjir sérfræðingar þáttarins yrðu. Sjálf markadrottningin og ríkjandi Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir, sem lagði skóna á hilluna í vetur, verður þar á meðal. Auk Margrétar munu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sjá til þess að fjallað verði bæði ítarlega og skemmtilega um allt sem viðkemur knattspyrnu kvenna í sumar. Þátturinn verður eins og fyrr segir með breyttu sniði, mun eiga sinn fasta útsendingartíma í viku hverri og fjalla um Pepsi Max-deildina en einnig Mjólkurbikarinn, landsliðið, sænsku úrvalsdeildina og fleira. „Okkur langar líka að vera með öðruvísi nálgun á kvennaliðin. Fá kannski að kíkja meira á þau og svona. Við viljum auðvitað bara kynna íslenska leikmenn betur fyrir áhorfendum og þetta lítur skemmtilega út,“ sagði Helena. Það verður því ekki svo að í þættinum verði einfaldlega farið yfir hvern leik í hverri umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Við ætlum aðeins að breyta því fyrirkomulagi. Leikir eru auðvitað misskemmtilegir en við munum taka stóra leiki og líka skemmtilega leiki vel fyrir. En við höfum hugsað okkur að fá að hitta leikmenn og spjalla við þá, vonandi gefa félögin okkur tækifæri til að heimsækja liðin og kíkja inn í klefa, og fleira. Okkur langar að taka nýjan pól í þessu í staðinn fyrir þetta hefðbundna, að renna yfir alla leiki,“ sagði Helena sem í ljósi anna vegna hins nýja þáttar hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis. Klippa: Sportið í dag - Helena stýrir Pepsi Max-mörkum með breyttu sniði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Sportið í dag Mjólkurbikarinn Sænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti