Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira