Öfugsnúin Sara hrundi í gólfið í miðri upptöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir setti það inn á Instagram síðu sína þegar ein upptakan hennar mistókst svakalega. Hér eru mynd af henni af Instagram og skjámynd af því þegar hún dettur. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir felur ekki mikið fyrir aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum og er alveg tilbúin í að hlæja svolítið að sjálfri sér. Eitt af því mest heillandi við Söru er að hún tekur sig ekki of alvarlega í samskiptum sínum og á miðlum sínum. Það fá því oft að detta inn myndbönd sem annað íþróttafólk myndi líklega ekki sýna heiminum. Sara er með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Sara þurfti að fullvissa aðdáendur sína um að það væri allt í lagi með hana um leið og hún setti inn nýjasta myndbandið á Instagram síðu sína. Sara hékk þar öfug á slá og ætlaði sér aðeins að auglýsa drykkinn sinn með því að drekka á hvolfi. Það vildi þó ekki betur en svo að hún hrundi í gólfið í miðri upptöku eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram I m ok ???????? ? ? ? #throwback? #imok #whyamilikethis #foundthisinmyphone #inspiredbypatvellner #tryingtodoafunnysponsorpost #donttrythisathome #fleetwoodmac @fatgripz #fatgripz #Oldiebutgoldie A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on May 27, 2020 at 6:21am PDT „Það er allt í lagi með mig,“ skrifaði Sara við færsluna sína. Það má líka sjá það að hún skellihlær að sjálfri sér eftir fallið sem var örugglega mikill léttir fyrir alla. Fyrir nokkrum dögum greindi Sara frá því að hún hafði fengið ljótan skurð á fótinn og að þurft hefði að sauma tólf spor í fótlegginn hennar. Aðdáendur hennar á Instagram voru samt fljótir að sjá húmorinn í þessu. „Ég heyrði gólfið segja æi en ekki þig. Harðgerð og hraust stelpa,“ skrifaði einn. Annar ráðlagði Söru hins vegar að hætta öllum fíflagangi: „Þessir fyndu leikir þínir geta búið til meiðsli. Heimsleikarnir eru að nálgast og ef þú ætlar þér að verða meistari geymdu þetta þá þar til að þeir eru búnir“. Sara hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum í haust þar sem hún stefnir á sinn fyrsta heimsmeistaratitil. CrossFit Tengdar fréttir Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30 „Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00 Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir felur ekki mikið fyrir aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum og er alveg tilbúin í að hlæja svolítið að sjálfri sér. Eitt af því mest heillandi við Söru er að hún tekur sig ekki of alvarlega í samskiptum sínum og á miðlum sínum. Það fá því oft að detta inn myndbönd sem annað íþróttafólk myndi líklega ekki sýna heiminum. Sara er með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Sara þurfti að fullvissa aðdáendur sína um að það væri allt í lagi með hana um leið og hún setti inn nýjasta myndbandið á Instagram síðu sína. Sara hékk þar öfug á slá og ætlaði sér aðeins að auglýsa drykkinn sinn með því að drekka á hvolfi. Það vildi þó ekki betur en svo að hún hrundi í gólfið í miðri upptöku eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram I m ok ???????? ? ? ? #throwback? #imok #whyamilikethis #foundthisinmyphone #inspiredbypatvellner #tryingtodoafunnysponsorpost #donttrythisathome #fleetwoodmac @fatgripz #fatgripz #Oldiebutgoldie A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on May 27, 2020 at 6:21am PDT „Það er allt í lagi með mig,“ skrifaði Sara við færsluna sína. Það má líka sjá það að hún skellihlær að sjálfri sér eftir fallið sem var örugglega mikill léttir fyrir alla. Fyrir nokkrum dögum greindi Sara frá því að hún hafði fengið ljótan skurð á fótinn og að þurft hefði að sauma tólf spor í fótlegginn hennar. Aðdáendur hennar á Instagram voru samt fljótir að sjá húmorinn í þessu. „Ég heyrði gólfið segja æi en ekki þig. Harðgerð og hraust stelpa,“ skrifaði einn. Annar ráðlagði Söru hins vegar að hætta öllum fíflagangi: „Þessir fyndu leikir þínir geta búið til meiðsli. Heimsleikarnir eru að nálgast og ef þú ætlar þér að verða meistari geymdu þetta þá þar til að þeir eru búnir“. Sara hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum í haust þar sem hún stefnir á sinn fyrsta heimsmeistaratitil.
CrossFit Tengdar fréttir Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30 „Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00 Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Sjá meira
Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. 26. maí 2020 08:30
„Flensuleikur“ Jordan hjálpaði Söru einu sinni að vinna CrossFit keppni Sara Sigmundsdóttir er aðdáandi „The Last Dance“ og hún á sjálf eina góða Michael Jordan sögu. 20. maí 2020 13:00
Sara endaði æfinguna á sjúkrahúsi og daginn með tólf spor Sara Sigmundsdóttir gerði grín að klaufaganginum í sér eftir að hafa endað eina æfinguna sína inn á sjúkrahúsi þar sauma þurfti í fótinn hennar. 20. maí 2020 09:00