Yfir hundrað þúsund látin í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 23:55 Hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af kórónuveirunni svo vitað sé eða látið lífið vegna hennar en í Bandaríkjunum. Getty/Spencer Platt Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira