Einn hefur sent næstum tvö hundruð í sóttkví Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 21:00 Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira