Einn hefur sent næstum tvö hundruð í sóttkví Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 21:00 Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira