Líkti samherja sínum við Road Runner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 14:00 Alphonso Davies á sprettinum. getty/A. Hassenstein Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk. Þýski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk.
Þýski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira