17 dagar í Pepsi Max: Boltinn rúllaði eftir allri línunni og Þórður endaði í 19 mörkum eins og hinir tveir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 12:00 Morgunblaðið birti myndasyrpu af nítjánda marki Þórðar Guðjónssonar sumarið 1993 en það kom á móti Keflavík. Hér má sjá úrklippu úr opnu Morgunblaðsins þriðjudaginn 21. september 1993. Skjákost af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 17 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að þriðja manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Þórður Guðjónsson jafnaði fimmtán ára gamalt afrek Péturs Péturssonar og sjö ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Skagamenn sumarið 1993. Þórður varð fyrsti maðurinn til að skora nítján mörk í deildinni án þess að eitt þeirra kæmi úr vítaspyrnu. Pétur skoraði úr þremur vítum 1978 og Guðmundur úr tveimur vítum árið 1986. Þórður skoraði tvö mörk í fyrsta leik mótsins en svo ekkert mark í næstu þremur leikjum Skagamanna. Hann var á endanum kominn með sex mörk í fyrri umferðinni sem er ekkert slæmt en um leið var ekkert sem benti sérstaklega til þess að markametið væri í hættu. Seinni umferðin var hins vegar mögnuð hjá Þórði sem skoraði í átta leikjum í röð og þar af voru fimm tvennur. Frá 26. ágúst til 11. september þá skoraði Þórður tvö mörk í þremur leikjum í röð. Hann var þá kominn með átján mörk og átti tvo leiki eftir. Eftir tvennu á móti ÍBV úti í Eyjum þar sem Skagamenn tryggðu sér endanlega Íslandsmeistaratitilinn var ljóst að þeir fengju 180 mínútur til að hjálpa Þórði að slá markametið. „Takmarkið hjá mér í ár var að tvöfalda árangurinn í fyrra og gera 12 mörk, en þau eru orðin 18 og nú set ég stefnuna á metið. Ég hugsaði ekkert um það í leiknum fyrr en undir lokin, þegar ég fékk tækifæri til að ná þrennunni og jafna metið um leið, en þetta skýrist á næstunni," sagði Þórður við Morgunblaðið eftir mörkin tvö á móti Eyjamönnum. Þórði tókst að jafna metið rétt fyrir hálfleik í næsta leik sem var á móti Keflavík. 19 mörk og 90 mínútur eftir. Í lokaleiknum á móti Val á Hlíðarenda þá fékk Þórður þrjú dauðafæri til að verða fyrstur í sögunni til að skora tuttugu mörk í efstu deild en hann hafði ekki heppnina með sér. Tvö færanna bjuggu hins vegar til bæði mörk Skagamanna í leiknum því Mihajlo Bibercic og Haraldur Ingólfsson fylgdu á eftir skotum hans. „Í fyrsta færinu var Sævar að koma svo ég varð að flýta mér að skjóta. Þegar Bjarni varði í vinklinum sá ég aldrei hvert boltinn fór því ég datt um leið og ég skaut. En það var stangarskotið sem var mest svekkjandi. Þá horfði ég á eftir boltanum fara í innanverða stöngina og rúlla eftir línunni. En maður getur ekki annað en verið sáttur við að skora 19 mörk í sumar," sagði Þórður við DV eftir leikinn. Þórður var sérstaklega öflugur á síðasta hálftíma leikjanna en þar skoraði hann 12 af 19 mörkum sínum. Hann skoraði á móti aðeins eitt mark á fyrsta hálftíma leikja sinna. Þriðji meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Þórður Guðjónsson, ÍA 1993 19 mörk í 18 leikjum 9 á heimavelli - 10 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 0 víti - 4 skallamörk 7 tvennur - 0 þrennur 5 mörk á móti efstu þremur 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 7 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í ágúst 5 mörk í september 3 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 4 mörk á móti Víkingi 3 mörk á móti FH 3 mörk á móti Fylki Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Tengdar fréttir 20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Guðmundur Torfason skoraði 19 mörk sumarið 1986 og jafnaði markamet Péturs Péturssonar á sama tímabili og Pétur kom aftur heim til Íslands eftir átta ár í atvinnumennsku. 24. maí 2020 10:00 22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Fyrsti maðurinn til að skora nítján mörk í efstu deild var Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrir 42 árum síðan. Hann fékk síðan tvo leiki til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Engum hefur heldur tekist það síðan. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 17 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að þriðja manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Þórður Guðjónsson jafnaði fimmtán ára gamalt afrek Péturs Péturssonar og sjö ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Skagamenn sumarið 1993. Þórður varð fyrsti maðurinn til að skora nítján mörk í deildinni án þess að eitt þeirra kæmi úr vítaspyrnu. Pétur skoraði úr þremur vítum 1978 og Guðmundur úr tveimur vítum árið 1986. Þórður skoraði tvö mörk í fyrsta leik mótsins en svo ekkert mark í næstu þremur leikjum Skagamanna. Hann var á endanum kominn með sex mörk í fyrri umferðinni sem er ekkert slæmt en um leið var ekkert sem benti sérstaklega til þess að markametið væri í hættu. Seinni umferðin var hins vegar mögnuð hjá Þórði sem skoraði í átta leikjum í röð og þar af voru fimm tvennur. Frá 26. ágúst til 11. september þá skoraði Þórður tvö mörk í þremur leikjum í röð. Hann var þá kominn með átján mörk og átti tvo leiki eftir. Eftir tvennu á móti ÍBV úti í Eyjum þar sem Skagamenn tryggðu sér endanlega Íslandsmeistaratitilinn var ljóst að þeir fengju 180 mínútur til að hjálpa Þórði að slá markametið. „Takmarkið hjá mér í ár var að tvöfalda árangurinn í fyrra og gera 12 mörk, en þau eru orðin 18 og nú set ég stefnuna á metið. Ég hugsaði ekkert um það í leiknum fyrr en undir lokin, þegar ég fékk tækifæri til að ná þrennunni og jafna metið um leið, en þetta skýrist á næstunni," sagði Þórður við Morgunblaðið eftir mörkin tvö á móti Eyjamönnum. Þórði tókst að jafna metið rétt fyrir hálfleik í næsta leik sem var á móti Keflavík. 19 mörk og 90 mínútur eftir. Í lokaleiknum á móti Val á Hlíðarenda þá fékk Þórður þrjú dauðafæri til að verða fyrstur í sögunni til að skora tuttugu mörk í efstu deild en hann hafði ekki heppnina með sér. Tvö færanna bjuggu hins vegar til bæði mörk Skagamanna í leiknum því Mihajlo Bibercic og Haraldur Ingólfsson fylgdu á eftir skotum hans. „Í fyrsta færinu var Sævar að koma svo ég varð að flýta mér að skjóta. Þegar Bjarni varði í vinklinum sá ég aldrei hvert boltinn fór því ég datt um leið og ég skaut. En það var stangarskotið sem var mest svekkjandi. Þá horfði ég á eftir boltanum fara í innanverða stöngina og rúlla eftir línunni. En maður getur ekki annað en verið sáttur við að skora 19 mörk í sumar," sagði Þórður við DV eftir leikinn. Þórður var sérstaklega öflugur á síðasta hálftíma leikjanna en þar skoraði hann 12 af 19 mörkum sínum. Hann skoraði á móti aðeins eitt mark á fyrsta hálftíma leikja sinna. Þriðji meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Þórður Guðjónsson, ÍA 1993 19 mörk í 18 leikjum 9 á heimavelli - 10 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 0 víti - 4 skallamörk 7 tvennur - 0 þrennur 5 mörk á móti efstu þremur 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 7 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í ágúst 5 mörk í september 3 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 4 mörk á móti Víkingi 3 mörk á móti FH 3 mörk á móti Fylki
Þórður Guðjónsson, ÍA 1993 19 mörk í 18 leikjum 9 á heimavelli - 10 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 0 víti - 4 skallamörk 7 tvennur - 0 þrennur 5 mörk á móti efstu þremur 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 7 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í ágúst 5 mörk í september 3 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 4 mörk á móti Víkingi 3 mörk á móti FH 3 mörk á móti Fylki
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Tengdar fréttir 20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Guðmundur Torfason skoraði 19 mörk sumarið 1986 og jafnaði markamet Péturs Péturssonar á sama tímabili og Pétur kom aftur heim til Íslands eftir átta ár í atvinnumennsku. 24. maí 2020 10:00 22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Fyrsti maðurinn til að skora nítján mörk í efstu deild var Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrir 42 árum síðan. Hann fékk síðan tvo leiki til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Engum hefur heldur tekist það síðan. 22. maí 2020 12:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Guðmundur Torfason skoraði 19 mörk sumarið 1986 og jafnaði markamet Péturs Péturssonar á sama tímabili og Pétur kom aftur heim til Íslands eftir átta ár í atvinnumennsku. 24. maí 2020 10:00
22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Fyrsti maðurinn til að skora nítján mörk í efstu deild var Skagamaðurinn Pétur Pétursson fyrir 42 árum síðan. Hann fékk síðan tvo leiki til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Engum hefur heldur tekist það síðan. 22. maí 2020 12:00