„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 15:47 Frá aðstöðunni við ylströndina í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin. Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin.
Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira