Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 16:31 Hlutur bráðnunar stóru ísbreiða jarðarinnar eins og Grænlandsjökuls í hækkun yfirborð sjávar hefur aukist mikið. Hann var um 5% á 10. áratug síðustu aldar en bráðnun íssins þar nemur nú um þriðjungi hækkunarinnar. Vísir/EPA Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum. Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum.
Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira