Svona var stemningin þegar World Class opnaði aftur á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2020 01:01 Svona var umhorfs í World Class Laugum, stuttu eftir að stöðin opnaði á miðnætti. Vísir/Vésteinn Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00