„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Einar Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Hún telur að Icelandair hafi sýnt lítinn vilja til að semja við Flugfreyjufélag Íslands og að flugfélagið hafi ýjað að því að samið yrði við aðra, féllust flugfreyjur ekki á tilboð Icelandair. Milliliðalaust bréf forstjóra fyrirtækisins til flugfreyja sé brotlegt við lög og ætlað að reka fleyg í þá miklu samstöðu sem er í röðum flugfreyja. „Ég hef verið hissa á því hvað Icelandair setur lítinn metnað í þessar viðræður. Síðan eru einhvers svona undirliggjandi hótanir um að semja þá við einhverja aðra,“ sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins í Víglínunni í dag. „Síðan er annað mál þessi fleygur sem er verið að reka í viðræðurnar líka, varðandi það að vera alltaf að senda svona milliliðalaus skilaboð til flugfreyja.“ Samstaðan meðal flugfreyja er sterk að mati Drífu. Flugfreyjufélagið hafi haldið vel sótta fundi og lagt mikinn metnað í samningaræðurnar, sýnt mikinn samningsvilja en Icelandair hafi hins vegar sýnt metnaðarleysi í viðræðunum, sem komi henni á óvart. „Ég veit ekkert hvert planið er, og ég er eiginlega farin að hallast að því að það sé ekkert. Að það sé bara svolítið verið að fálma út í myrkrið.“ Hún segir ekkert verkalýðsfélag samþykkja fastan kjarasamning til fimm til sjö ára með engum launahækkunum. Svo þurfi að líta til þess að það sé mun lengra síðan flugfreyjur sömdu síðast en flugstjórar og þær séu því að semja frá allt öðrum stað. Kemur til greina að leita til félagsdóms Drífa segir bréfasendingar Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, líklega brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið er á um að atvinnurekendur eigi ekki að hafa afskipti af stéttarfélögum. Með því að senda slík bréf án milligöngu samninganefndar sé í það minnsta til þess fallið að hafa áhrif á samstöðu félagsmanna. Það komi vel til greina að leita til félagsdóms. „Það kemur allt til greina. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir að við viljum bara að það sé samið í lengstu lög. Við viljum gefa fólki frið til að semja og það er miður að það hafi ekki verið gert og við þurfum að skoða það,“ segir Drífa en bætir þó við að hún telji félagsdóm ekki hafa mikil áhrif á deiluna. „Það sem myndi gerast í félagsdómi er sennilega að þeir myndu segja að þetta er ekki rétt. Það eru hins vegar engar afleiðingar.“ Því taldi hún vænlegast að skrifa bréf til Samtaka atvinnulífsins vegna bréfaskriftanna. Icelandair sé meðlimur í samtökunum og því beri þau einhverja ábyrgð. Félög verði að virða leikreglur vinnumarkaðarins. „Alltaf þegar félagið gerir þetta, þá setur það kjaraviðræðurnar í uppnám. Þeir eru að fresta því að ná lendingu og það er verra. Þeir eru ekki að vinna sér í hag eins og ég sé það. Ég veit ekki hvaða plan er í gangi en þetta getur ekki verið gott fyrir viðræðurnar sem slíkar – nema það sé beinlínis tilgangurinn að klára ekki þessar viðræður.“ Drífa fór yfir stöðu mála í kjaraviðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins í Víglínunni í dag.Vísir/Einar Draumur að sjá algilda samninga fyrir flugfreyjur „Ástæðan fyrir því að flugfreyjudeilan er svolítið öðruvísi en aðrar deilur er að flugfreyjur eru í rauninni með vinnustaðasamninga. Það eru ekki þessir algildu samningar á íslenskum vinnumarkaði sem varðar flugfreyjur,“ segir Drífa um kjaradeiluna. Því sé tækifæri til þess að láta það verða að veruleika nú. „Við höfum látið okkur dreyma um að gera slíka algilda samninga, þannig ef það er stofnað nýtt flugfélag þá eru til samningar fyrir það flugfélag. Ég skil ekki að Icelandair skuli ekki sjá hag sinn í því að gera slíkt, og SA, af því að annars eru flugfélögin að gera samninga fyrir sínar freyjur sem geta verið mismunandi samsetning á hópum og einhvern veginn vera í félagslegum undirboðum við þau félög sem fyrir eru. Mér finnst núna vera lag að gera algildan kjarasamning fyrir flugfreyjur á Íslandi.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðu Icelandair, rétt eins og hún hefur áhyggjur af stöðu vinnumarkaðarins almennt. Starfsfólk fyrirtækisins búi yfir góðri þjálfun og það liggi fyrir að það verði þörf fyrir það þegar flugsamgöngur hefjast á ný. „Auðvitað held ég að það sé von flestra að Icelandair haldi áfram, þetta er fyrirtæki sem hefur notið velvildar, þetta er fyrirtæki sem býður mann velkominn heim þegar hjólin snerta flugbrautina á Íslandi og ég held að okkur þyki flestum vænt um þetta félag,“ segir Drífa. Hún telji þó Icelandair vera að ganga á velvild margra í kjaraviðræðunum. „Þau eru að ganga svolítið hressilega á þessa innistæðu gagnvart mér og þeim sem hafa verið í helsta návígi í þessum viðræðum. Mér finnst þetta skipta máli fyrir Icelandair sem okkar þjóðarflugfélag, að reyna nú að vanda sig aðeins og vera í þessu af heilindum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Drífu í fullri lengd. Icelandair Víglínan Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Hún telur að Icelandair hafi sýnt lítinn vilja til að semja við Flugfreyjufélag Íslands og að flugfélagið hafi ýjað að því að samið yrði við aðra, féllust flugfreyjur ekki á tilboð Icelandair. Milliliðalaust bréf forstjóra fyrirtækisins til flugfreyja sé brotlegt við lög og ætlað að reka fleyg í þá miklu samstöðu sem er í röðum flugfreyja. „Ég hef verið hissa á því hvað Icelandair setur lítinn metnað í þessar viðræður. Síðan eru einhvers svona undirliggjandi hótanir um að semja þá við einhverja aðra,“ sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins í Víglínunni í dag. „Síðan er annað mál þessi fleygur sem er verið að reka í viðræðurnar líka, varðandi það að vera alltaf að senda svona milliliðalaus skilaboð til flugfreyja.“ Samstaðan meðal flugfreyja er sterk að mati Drífu. Flugfreyjufélagið hafi haldið vel sótta fundi og lagt mikinn metnað í samningaræðurnar, sýnt mikinn samningsvilja en Icelandair hafi hins vegar sýnt metnaðarleysi í viðræðunum, sem komi henni á óvart. „Ég veit ekkert hvert planið er, og ég er eiginlega farin að hallast að því að það sé ekkert. Að það sé bara svolítið verið að fálma út í myrkrið.“ Hún segir ekkert verkalýðsfélag samþykkja fastan kjarasamning til fimm til sjö ára með engum launahækkunum. Svo þurfi að líta til þess að það sé mun lengra síðan flugfreyjur sömdu síðast en flugstjórar og þær séu því að semja frá allt öðrum stað. Kemur til greina að leita til félagsdóms Drífa segir bréfasendingar Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, líklega brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið er á um að atvinnurekendur eigi ekki að hafa afskipti af stéttarfélögum. Með því að senda slík bréf án milligöngu samninganefndar sé í það minnsta til þess fallið að hafa áhrif á samstöðu félagsmanna. Það komi vel til greina að leita til félagsdóms. „Það kemur allt til greina. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir að við viljum bara að það sé samið í lengstu lög. Við viljum gefa fólki frið til að semja og það er miður að það hafi ekki verið gert og við þurfum að skoða það,“ segir Drífa en bætir þó við að hún telji félagsdóm ekki hafa mikil áhrif á deiluna. „Það sem myndi gerast í félagsdómi er sennilega að þeir myndu segja að þetta er ekki rétt. Það eru hins vegar engar afleiðingar.“ Því taldi hún vænlegast að skrifa bréf til Samtaka atvinnulífsins vegna bréfaskriftanna. Icelandair sé meðlimur í samtökunum og því beri þau einhverja ábyrgð. Félög verði að virða leikreglur vinnumarkaðarins. „Alltaf þegar félagið gerir þetta, þá setur það kjaraviðræðurnar í uppnám. Þeir eru að fresta því að ná lendingu og það er verra. Þeir eru ekki að vinna sér í hag eins og ég sé það. Ég veit ekki hvaða plan er í gangi en þetta getur ekki verið gott fyrir viðræðurnar sem slíkar – nema það sé beinlínis tilgangurinn að klára ekki þessar viðræður.“ Drífa fór yfir stöðu mála í kjaraviðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins í Víglínunni í dag.Vísir/Einar Draumur að sjá algilda samninga fyrir flugfreyjur „Ástæðan fyrir því að flugfreyjudeilan er svolítið öðruvísi en aðrar deilur er að flugfreyjur eru í rauninni með vinnustaðasamninga. Það eru ekki þessir algildu samningar á íslenskum vinnumarkaði sem varðar flugfreyjur,“ segir Drífa um kjaradeiluna. Því sé tækifæri til þess að láta það verða að veruleika nú. „Við höfum látið okkur dreyma um að gera slíka algilda samninga, þannig ef það er stofnað nýtt flugfélag þá eru til samningar fyrir það flugfélag. Ég skil ekki að Icelandair skuli ekki sjá hag sinn í því að gera slíkt, og SA, af því að annars eru flugfélögin að gera samninga fyrir sínar freyjur sem geta verið mismunandi samsetning á hópum og einhvern veginn vera í félagslegum undirboðum við þau félög sem fyrir eru. Mér finnst núna vera lag að gera algildan kjarasamning fyrir flugfreyjur á Íslandi.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðu Icelandair, rétt eins og hún hefur áhyggjur af stöðu vinnumarkaðarins almennt. Starfsfólk fyrirtækisins búi yfir góðri þjálfun og það liggi fyrir að það verði þörf fyrir það þegar flugsamgöngur hefjast á ný. „Auðvitað held ég að það sé von flestra að Icelandair haldi áfram, þetta er fyrirtæki sem hefur notið velvildar, þetta er fyrirtæki sem býður mann velkominn heim þegar hjólin snerta flugbrautina á Íslandi og ég held að okkur þyki flestum vænt um þetta félag,“ segir Drífa. Hún telji þó Icelandair vera að ganga á velvild margra í kjaraviðræðunum. „Þau eru að ganga svolítið hressilega á þessa innistæðu gagnvart mér og þeim sem hafa verið í helsta návígi í þessum viðræðum. Mér finnst þetta skipta máli fyrir Icelandair sem okkar þjóðarflugfélag, að reyna nú að vanda sig aðeins og vera í þessu af heilindum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Drífu í fullri lengd.
Icelandair Víglínan Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira