Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 15:00 Pogba og Solskjær á góðri stundu Robbie Jay Barratt/AMA/Getty Images Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45
Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30
Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00