Hvert er planið? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. mars 2020 09:00 Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun