Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 14:16 Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsir aðgerðunum í Noregi sem þeim umfangsmestu á friðartímum. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið. Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið.
Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira