Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 14:16 Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsir aðgerðunum í Noregi sem þeim umfangsmestu á friðartímum. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið. Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið.
Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira