Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 13:48 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05