Aðalfundur Rauða krossins haldinn á átta stöðum Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 16:44 Fundurinn var haldinn víða um land og tengdur saman með hjálp tækninnar. Mynd/RKÍ Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar. Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp til fundargesta úr höfuðstöðvum RKÍ í Reykjavík en fundurinn var einnig haldinn í Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vík. Þá voru fundarstaðir í Reykjavík tveir. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, þakkaði félagsmönnum og sjálfboðaliðum sérstaklega fyrir þeirra starf og viðbúnað sl. mánuði. Á fundinum var stefna RKÍ til ársins 2030 samþykkt en þar voru helstu áskoranir kortlagðar. Áhersla verður lögð á öflugt hjálparstarf í nærsamfélagi, virkt og gefandi starf sjálfboðalið og traust og ábyrt félag. Silja Bára varaformaður og Gréta María í stjórn Ný stjórn félagsins var kjörin og ný lög þess voru samþykkt með miklum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, var kjörin varaformaður RKÍ en hún hefur setið í stjórn Rauða krossins í tvö ár. Aðrir meðlimir nýrrar stjórnar eru þau þau Sveinn Þorsteinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Ragnari Guðgeirssyni, Þóra B. Niklásdóttir, starfsmaður í Stöðvarfjarðarskóla, Baldur Steinn Helgason, verkefnastjóri hjá Jónum Transport, Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Gréta María Grétarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar kjörin í stjórn. Þá var fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Rögnu Árnadóttur, Helga Ívarssyni, Oddrúnu Kristjánsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni og Melkorku Kristinsdóttur þakkað fyrir sitt framlag til félagsins. Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar. Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp til fundargesta úr höfuðstöðvum RKÍ í Reykjavík en fundurinn var einnig haldinn í Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vík. Þá voru fundarstaðir í Reykjavík tveir. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, þakkaði félagsmönnum og sjálfboðaliðum sérstaklega fyrir þeirra starf og viðbúnað sl. mánuði. Á fundinum var stefna RKÍ til ársins 2030 samþykkt en þar voru helstu áskoranir kortlagðar. Áhersla verður lögð á öflugt hjálparstarf í nærsamfélagi, virkt og gefandi starf sjálfboðalið og traust og ábyrt félag. Silja Bára varaformaður og Gréta María í stjórn Ný stjórn félagsins var kjörin og ný lög þess voru samþykkt með miklum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, var kjörin varaformaður RKÍ en hún hefur setið í stjórn Rauða krossins í tvö ár. Aðrir meðlimir nýrrar stjórnar eru þau þau Sveinn Þorsteinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Ragnari Guðgeirssyni, Þóra B. Niklásdóttir, starfsmaður í Stöðvarfjarðarskóla, Baldur Steinn Helgason, verkefnastjóri hjá Jónum Transport, Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Gréta María Grétarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar kjörin í stjórn. Þá var fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Rögnu Árnadóttur, Helga Ívarssyni, Oddrúnu Kristjánsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni og Melkorku Kristinsdóttur þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira