Hertz óskar eftir greiðslustöðvun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 07:49 Frá starfsstöð Hertz í Texas í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi. Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bílaleigan Hertz í Bandaríkjunum sótti í gær um greiðslustöðvun. Fyrirtækið er eitt þeirra sem komið hefur illa út úr þeim fjárhagslegu hremmingum sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið. Það ætlar þó ekki að hætta rekstri. CNN greinir frá. „Áhrif Covid-19 á eftirspurn eftir ferðalögum voru skyndileg og mikil, sem olli óvæntri niðursveiflu í hagnaði félagsins og bókunum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar sagði einnig að þar sem óljóst væri hvenær markaður notaðra bíla og hvenær fyrirtækið gæti aftur fengið tekjur hefði greiðslustöðvun verið það eina í stöðunni. Bílaleigubransi heimsins hefur átt erfitt uppdráttar síðan ferðatakmörkunum var komið á víða um heim vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Um tveir þriðju af tekjum bílaleiga koma frá starfsstöðvum þeirra á eða við flugvelli, sem nú eru mannfærri en oft áður. Þrátt fyrir að Hertz hafi sótt um greiðslustöðvun þýðir það ekki endilega að rekstri fyrirtækisins sé lokið. Í yfirlýsingu frá Hertz segir að ferlið muni veita fyrirtækinu „traustari fjárhagslegan grundvöll sem setur fyrirtækið í góða stöðu á meðan það vinnur sig í gegnum það sem gæti verið langt efnahagslegt bataskeið.“ Hertz hefur leigt fólki bíla í meira en 100 ár, eða frá 1918, og hefur því lifað af Kreppuna miklu, frost í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og fleira. Uppfært klukkan 09:22: Vegna fyrirspurna sem fréttastofu hafa borist er rétt að árétta að um er að ræða Hertz í Norður-Ameríku, en ekki á Íslandi.
Bandaríkin Bílaleigur Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira