Nú vantar bara að aflýsa tímabilinu til að breyta draumatímabili Liverpool í algjöra martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 08:00 Það voru þung skrefin hjá Virgil van Dijk og öðrum leikmönnum eftir tapið á móti Atletico Madrid á Anfield í gærkvöldi. Getty/Alex Livesey Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð. Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira
Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð.
Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30