NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 06:00 LeBron James, Anthony Davis og félagar þeirra í Los Angeles Lakers eru komnir í ótímabundið frí vegna kórónuveirunnar. Getty/Harry How Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra. NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra.
NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira