Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 17:17 Frá Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís. Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís.
Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira