Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 15:35 Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar. Gjafabréf frá stjórnvöldum á að ýta undir ferðalög hérlendis. Vísir/vilhelm Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira