Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:53 Anna Björk Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr leikmaður Selfossliðsins á dögunum. Hér er hún með Selfoss trefilinn á bökkum Ölfusár. Mynd/Selfoss Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira