Fyrrverandi lögmanni Trump sleppt úr fangelsi vegna Covid-19 Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 20:46 Michael Cohen fyrir utan heimili sitt í dag. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira