Hvað eru Messi og félagar eiginlega að drekka? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 23:00 Lionel Messi er án efa í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma. Getty/Quality Sport Images Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira